Kúrði með kærastanum í Frakklandi

Alicia Vikander dvaldi í sumarhúsinu sínu í Frakklandi í sumar …
Alicia Vikander dvaldi í sumarhúsinu sínu í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirunnar. mbl.is/AFP

Leikkonan Alicia Vikander prýðir septemberhefti ELLE þar sem hún ræðir ástæðuna fyrir því að hún dvaldi í sumarhúsi sínu í Frakklandi með eiginmanni sínum Michael Fassbender í sumar. 

Vikander hafði verið á tískusýningu Louis Vuitton á tískuvikunni í París þegar landamærin lokuðust vegna kórónuveirunnar. 

„Það var dásamlegt að slaka á með eiginmanninum í Frakklandi. Að kaupa grænmeti af mörkuðunum og grilla fisk úti í góða veðrinu. En það tók mig allt að fimm vikur að ná áttum og líða vel í ástandinu. Pabbi, sem er sálfræðingur, segir að það taki líkamann þrjár vikur að átta sig á hlutunum og ég tengdi við það í þessu ástandi.“

Aðdáendur Vikander fylgjast spenntir með leikkonunni um þessar mundir þar sem kvikmyndin Glorias, sem gerð er eftir bókinni My Life on the Road og fjallar um femínistann Gloriu Steinem, kemur út seinna í mánuðinum. Talið er að Vikander verði ein þeirra sem keppa um Óskarinn fyrir hlutverkið í kvikmyndinni.

Vikander kynntist femínisma sjálf ung að árum í gegnum móður sína. Hún segir mikilvægt að leyfa sér að vaxa og þroskast með aldrinum og að hlutverkið hafi haft mikil áhrif á hvernig hún horfir á réttindabaráttu kvenna í gegnum tíðina. 

ELLE

Alicia Vikander hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Danish …
Alicia Vikander hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Danish Girl á sínum tíma. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert