Húrra opnar í Leifsstöð þar sem Arion banki var áður

Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson stofnuðu Húrra fyrir …
Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson stofnuðu Húrra fyrir tíu árum. Þeir eru kátir fyrir framan Leifsstöð þar sem ný verslun opnar innnan skamms. Ljósmynd/Facebook

Tískuvöruverslunin Húrra Reykjavík mun opna nýja verslun á Keflavíkurflugvelli innan skamms. Er þetta önnur verslun Húrra en aðalverslunin er staðsett á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. 

„Það er með miklu stolti og eftirvæntingu sem við segjum frá því að nú á vordögum opnar Húrra verslun á Keflavíkuflugvelli. Það er vel við hæfi að nú á 10 ára afmæli Húrra stækki fyrirtækið til muna og opni verslun á fjölfarnasta stað landsins,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum Húrra þar sem er greint frá tímamótunum. 

„Verslunin verður staðsett í brottfararsal þar sem Arion banki var áður. Markmið okkar þar líkt og á Hverfisgötu verður að bjóða framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum, rótgrónum vörumerkjum jafnt sem ungum og spennandi. Verslunin verður eins konar „Best of Húrra“ og einnig verður rík áhersla á að bjóða íslensk vörumerki á flugvellinum.“

Einnig kemur fram að HAF Studio hanni verslunarrýmið og mun hönnunin endurspegla andrúmsloftið í verslun Húrra á Hverfisgötu. 

Hér má sjá hvernig verslunin mun líta út.
Hér má sjá hvernig verslunin mun líta út. Ljósmynd/Aðsend

Arion banki hætti

Arion banki greindi frá því í lok nóvember að bankinn myndi hætta fjármálaþjónustu á fluvellinum þann 1. febrúar. Annað fyrirtæki varð fyrir valinu í útboði. Gamla pláss Arion verður þó greinilega nýtt undir verslun en ekki bankastarfsemi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert