Uppáhaldsáfangastaðir kóngafólksins

Breska konungsfjölskyldan er dugleg að ferðast.
Breska konungsfjölskyldan er dugleg að ferðast. AFP

Kóngafólkið elskar að ferðast eins og annað fólk. Það sækist eftir því að fá frið á afskekktum stöðum. Vinsælar skíðabrekkur eru líka í uppáhaldi hjá kóngafólkinu. Hér má sjá nokkra áfangastaði sem eru í miklu uppáhaldi hjá eðalbornu fólki. 

Karíbahafið

Karíbahafið er í miklu uppáhaldi hjá bresku konungsfjölskyldunni. Eyjan Mustique á sérstakan sess í hjarta þeirra. Margrét prinsessa, systir Elísabetar Englandsdrottningar, átti hús á eyjunni. Katrín og Vilhjálmur hafa einnig verið dugleg að ferðast þangað. Díana prinsessa var einnig dugleg að kíkja í Karíbahafið. 

Katrín og Vilhjálmur hafa notið þess að dvelja í Karíbahafinu.
Katrín og Vilhjálmur hafa notið þess að dvelja í Karíbahafinu. AFP

Bótsvana

Harry og Meghan fóru í ferðalag til Bótsvana þegar þau voru að byrja að hittast árið 2016. Ári seinna fóru þau aftur til Afríkuríkisins. Harry hafði áður farið til landsins og þekkir Bótsvana vel. Hann valdi síðan demant frá landinu til þess að setja í trúlofunarhringinn sem hann gaf Meghan. 

Meghan og Harry halda upp á Botsvana.
Meghan og Harry halda upp á Botsvana. AFP

Sviss

Skíðasvæðin í Sviss heilla marga úr bresku konungsfjölskyldunni. Skíðasvæðið í Klosters er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá Karli Bretaprinsi. Harry og Vilhjálmur lærðu að skíða á svæðinu og er skíðalyfta þar nefnd eftir Karli. Samband hertogahjónanna komst einnig fyrst í kastljós fjölmiðla þegar þau sáust saman í brekkunum. 

Karl Bretaprins til vinstri ásamt syni sínum Vilhjálmi renna sér …
Karl Bretaprins til vinstri ásamt syni sínum Vilhjálmi renna sér niður Madrisa brekkuna í Klosters í Sviss. AP

Jamaíka

Elísabet drottning, Filippus prins, Karl Bretaprins og Harry Bretaprins hafa öll farið í lúxusfrí til Jamaíku og gist á sama staðnum. 

Skotland

Elísabet Englandsdrottning fer á hverju ári í sumarfrí til Balmoral í Skotlandi. Stórfjölskyldan heimsækir drottninguna þangað á sumrin.

Elísabet Englandsdrottning fer alltaf til Skotlands á sumrin.
Elísabet Englandsdrottning fer alltaf til Skotlands á sumrin. AFP
mbl.is