Fresh Prince of Bel-Air-höllin til útleigu

Fresh Prince of Bel-Air-höllin er til útleigu á Airbnb í …
Fresh Prince of Bel-Air-höllin er til útleigu á Airbnb í tilefni af 30 ára afmæli þáttanna. Samsett mynd

Brentwood-höllin sem þættirnir Fresh Prince of Bel-Air gerðust í er nú til útleigu á Airbnb. Aðeins hluti hússins er til útleigu eða svefnherbergið sem Will Smith átti í þáttunum, sundlaugin og garðurinn auk borðstofunnar. 

Höllin er til útleigu í tilefni af 30 ára afmæli þáttanna.

Það getur þó ekki hver sem er leigt höllina því hún er aðeins til leigu til þeirra sem búa í Los Angeles-sýslu. Þá eru aðeins fimm dagsetningar í boði og aðeins hægt að gista í eina nótt í senn.

Það kostar samt ekki annan handlegginn að leigja höllina heldur aðeins 30 bandaríkjadali eða rúmar fjögur þúsund krónur.

Skjáskot/Airbnb
Skjáskot/Airbnb
Skjáskot/Airbnb
mbl.is