Hvað leynist í ferðatöskum kóngafólksins?

Hjónin ferðast víða og taka alltaf með eigið áfengi.
Hjónin ferðast víða og taka alltaf með eigið áfengi. STR

Mörg eigum við eitthvað ákveðið sem við getum ekki verið án á ferðalögum. Sumir kjósa að taka alltaf með sér sitt eigið koddaver og aðrir taka með sér harðfisk til þess að grípa í á ferðalögum. Breska konungsfjölskyldan er þar engin undantekning.

Elísabet II Bretlandsdrottning pakkar alltaf Earl Grey-tei. Hún er mikil tedrykkjukona og fær sér alltaf mjólk í teið en engan sykur.

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja taka alltaf með sitt eigið áfengi þar sem þau vilja draga úr hættu á því að einhver eigi við drykkina þeirra. Þau burðast þó ekki með áfengið sjálf á samkomur heldur sjá lífverðirnir um það verk. Uppáhaldsdrykkur Karls er gin og tónik. Þetta segir Gordon Rayner blaðamaður sem ferðast hefur með konungfjölskyldunni víða.

Drottningin með tebollann sinn í nýju portretti sem breska utanríkisþjónustan …
Drottningin með tebollann sinn í nýju portretti sem breska utanríkisþjónustan lét mála af drottningunni á dögunum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert