Fæðingarsprengja í dýragarðinum í Taipei

Nóg hefur verið að gera hjá dýrunum í dýragarðinum í Taipei undanfarna mánuði. Þó svo gott sem engir ferðamenn hafi heimsótt dýrin á síðustu mánuðum hefur þar orðið fæðingarsprenging. Þar hafa fæðst litlir pönduungar og lítil hreisturdýr svo fátt eitt sé nefnt.

Eric Tsao, talsmaður fyrir dýragarðinn, sagði í viðtalinu hér fyrir ofan að það sé ákveðið skipulag á hvenær dýrin makast og ala af sér afkvæmi. Árið 2020 hafi gengið mjög vel og fjöldinn allur af alskyns afkvæmum fæðst í heiminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert