Trúlofuðu sig á ferðalagi um Nýju-Mexíkó

Collins og McDowell trúlofuðu sig nýverið.
Collins og McDowell trúlofuðu sig nýverið. mbl.is/skjáskot Instagram

Leikkonan vinsæla Lily Collins, dóttir söngvarans Phils Collins, hefur nú trúlofast handritshöfundinum og leikstjóranum Charlie McDowell. Hann er sonur leikkonunnar Andie McDowell og hefur verið að gera það gott í Hollywood líkt og unnusta hans að undanförnu. 

Parið var á ferðalagi í Nýju-Mexíkó þegar hann bað hennar óvænt. Þau höfðu leigt sér ferðabíl í viku til að vera úti í náttúrunni og tengjast betur sem par. 

Collins og McDowell hófu samband á síðasta ári og hefur Collins látið hafa eftir sér í viðtölum að hún hafi viljað giftast honum frá því hún hitti hann fyrst. 

Parið deildi fréttunum um trúlofunina á samfélagsmiðlum sínum, þar sem McDowell skrifaði að Collins væri ljósið í lífi hans um þessar mundir. 

Collins leikur einnig í nýjustu kvikmynd McDowells, sem ber nafnið Giled Rage. Kvikmyndin  mun skarta fjölmörgum þekktum leikurum, meðal annars þeim Bill Skarsgard og Christoph Waltz svo einhverjir séu nefndir. 
mbl.is