Villan við Amalfi ströndina sem minnir á Eden

Fyrirsætan Laura Baily er mikið fyrir það að ferðast. Hún …
Fyrirsætan Laura Baily er mikið fyrir það að ferðast. Hún er með frábæran smekk og finnur vanalega fallegustu staðina í Evrópu. mbl.is/skjáskot Instagram

Villa Treville er staðurinn að heimsækja þegar fólk ætlar að ferðast til Ítalíu næst. Villa Treville er í raun og veru fimm villur sem standa við Amalfi ströndina. Þær voru áður heimili Francos Zeffirellis, óperusöngvara og leikstjóra.

Það sem þykir einstakt við þennan gististað er staðsetningin og hversu auðvelt er að vera út af fyrir sig en samt nálægt vatninu og fólkinu sem býr á staðnum. 

Fyrirsætan Laura Bailey er ein þeirra sem elska þennan gistimöguleika á Ítalíu. Hún þykir sérfræðingur í að finna áhugaverða staði í Evrópu og er gaman að fylgjast með stöðunum sem hún mælir með en ekki síður fatnaðinum sem hún klæðist á ferðalögum. 

Það kostar ekki mikið að láta sig dreyma og alltaf hægt að finna leiðir til að láta ferðadrauminn rætast þegar rétti tíminn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert