Dívan sem elskar að láta ljósmynda sig

Fílarnir í dýragarðinum í San Diego eru engu öðrum líkir. …
Fílarnir í dýragarðinum í San Diego eru engu öðrum líkir. Umngani er fíllinn sem myndast best. mbl.is/San Diego Zoo

Þeir sem eru vanir að ferðast með börnin á veturna þurfa að finna nýjar leiðir til að skoða skemmtilega hluti á tímum kórónuveirunnar. 

Dýragarðurinn í San Diego er með skemmtileg dýr. Á heimasíðunni San Diego Zoo er hægt að fylgjast með alls konar dýrum gera skemmtilega hluti.

Þeir sem elska fíla sem dæmi geta fylgst með níu fílum ættuðum frá Suður-Afríku. Kaia er skemmtilegur fíll í dýragarðinum, fædd í september árið 2018. Hún er stór og sterk miðað við aldur og hefur alla tíð verið félagslynd og skemmtilegur vinur. 

Umngani er stundum kölluð dívan í garðinum. Hún fæddist 1990. Hún elskar að láta taka ljósmyndir af sér og á það til að stilla sér upp fyrir myndatökur. Þótt hún sé talin einn fallegasti fíllinn í stóðinu er hún einnig talin mesti sóðinn. Hún er uppátækjasöm og skemmtileg, eins og flestir sem hafa fylgst með henni vita.

mbl.is