Lúxushóteli lokað eftir 96 ára rekstur

Roosevelt hótelið lokar 1. nóvember.
Roosevelt hótelið lokar 1. nóvember. AFP

Roosevelt-hótelið í New York mun loka dyrum sínum á þessu ári. Hótelið var opnað árið 1924 og er mikið vatn runnið til sjávar síðan. Ástæðan fyrir lokuninni er minni eftirspurn sem án efa má skýra með kórónuveiruheimsfaraldrinum. Hótelið verður opið út október.

Á þessari tæpu öld sem hótelið hefur verið starfrækt hefur ýmislegt gerst innan veggja þess og utan. Hótelinu hefur til að mynda brugðið fyrir í fjölda kvikmynda, til dæmis Maid in Manhattan, Malcolm X og Wall Street.

Hótelið dregur nafn sitt af 26. forseta Bandaríkjanna, Theodore Roosevelt. Sögulegir viðburðir hafa einnig átt sér stað á hótelinu. Þingmaðurinn Thomas Dewey lýsti til dæmis yfir sigri í forsetakosningunum gegn sitjandi forseta Harry Truman árið 1948. Hann var þó of fljótur á sér því Truman bar sigur úr býtum í þeim kosningum.

AFP
AFP
mbl.is