Sjaldgæfir fossar mynduðust á Uluru-fjalli

Uluru fjall eftir rigninguna.
Uluru fjall eftir rigninguna. Skjáskot/Instagram

Nokkuð ansi sjaldgæft gerðist á Uluru-fjalli í Ástralíu þegar litlir fossar og lækir mynduðust á fjallinu. Á sunnudag og fram á mánudagsmorgun féllu 30 mm af rigningu á 24 tímum á fjallinu. 

Fáir ferðamenn óska þess heitt og innilega að það rigni mikið þegar þeir eru á faraldsfæti. Þeir ferðamenn sem voru á svæðinu í byrjun vikunnar voru hins vegar himinlifandi við rætur Uluru eftir rigninguna enda breytti hún svæðinu mikið.

Rigning þarna er nokkuð sjaldgæf og er þetta mesta vatnsfall sem hefur sést í október í um áratug auk þess sem þetta var mesta rigning á svæðinu í þrjú ár. Myndbönd og myndir af fossunum má skoða í instagramfærslunum hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

What a privilege 🙏🏻

A post shared by Bec Sherriff (@baringabec) on Oct 18, 2020 at 7:06pm PDT
mbl.is