Ísland í forgrunni í markaðsherferð Louis Vuitton

Íslensk náttúra er í forgrunni í nýrri herferð tískuhússins Louis …
Íslensk náttúra er í forgrunni í nýrri herferð tískuhússins Louis Vuitton. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Franska tískuhúsið Louis Vuitton býður í ferð til Íslands í nýjustu markaðsherferð sinni. Íslensk náttúra er í forgrunni í herferðinni sem ber titilinn „Imagination takes flight“ eða Ímyndunaraflið fer á flug.

Á tímum kórónuveirunnar getur fólk ekki ferðast eins og það gerði áður og því er markmiðið með herferðinni að senda jákvæð skilaboð út í samfélagið að sögn Michaels Burks, framkvæmdastjórna Louis Vuitton. 

Þegar Louis Vuitton var stofnað var aðalvara þeirra ferðatöskur og því var ákveðið að sækja í sögu og uppruna fyrirtækisins í þessari herferð. 

„Þessi herferð minnir okkur á DNA fyrirtækisins og grunngildi frelsis, ferðalaga og flutninga.  Þetta er ekki nýtt stef hjá okkur þar sem nokkrar af okkar allra flottustu herferðum snúast um ferðalög,“ segir Burke í viðtali við Vogue. 

Myndirnar úr herferðinni smá skoða á vef Vogue.

mbl.is