Viltu fá borgað fyrir að búa á Ítalíu?

Róm er í tveggja tíma fjarlægð frá krúttlegum bæ sem …
Róm er í tveggja tíma fjarlægð frá krúttlegum bæ sem vill fjölga íbúum með því að borga fólki fyrir að setjast að. AFP

Bæjaryfirvöld í litla krúttlega bænum Santo Stefano á Ítalíu ætla borga fólki fyrir að flytja í bæinn. Markmiðið er að fjölga íbúum bæjarins sem eru bæði fáir og aldraðir. Þetta er ekki fyrsti bærinn á Ítalíu sem tekur á þetta ráð. 

Ekki fá allir að flytja en í viðtali við CNN segir bæjarstjórinn að tíu umsækjendur eða fimm pör verði valin til þess að búa í bænum. Fólk á aldrinum 18 ára til 40 ára getur sótt um og helst verið tilbúið að sinna eigin rekstri í bænum. Ekki kemur fram hversu háa leigu þarf að borga en hún verður afar lág. Fólk fær allt að átta þúsund evrur á ári í laun eða um 1,3 milljónir og allt að 20 þúsund evrur í frumkvöðlastyrk. 

Í bænum búa aðeins 115 manns og um helmingur þeirra er ellilífeyrisþegar. Börn sem eru yngri en 13 ára eru aðeins 20. Bæjarstjórinn segir reyndar að íbúar í bænum séu enn færri eða aðeins í kringum 60 eða 70. 

Miðaldabærinn er í Abruzzohéraði uppi í fjöllunum. Róm er aðeins í tveggja tíma fjarlægð og 90 mínútna akstur að næstu strönd. 

Íslendingar geta sótt um sem en umsóknarfrestur rennur út um miðjan nóvember.

Santo Stefano er miðaldabær í upp í fjöllunum. Hér má …
Santo Stefano er miðaldabær í upp í fjöllunum. Hér má sjá annan bæ í ítölsku ölpunum. AFP
mbl.is