Auglýsa helgarferðir til Íslands á næsta ári

Flogið verður þrisvar sinnum í viku til Íslands frá Manchester …
Flogið verður þrisvar sinnum í viku til Íslands frá Manchester og Birmingham.

Breska ferðaskrifstofan Jet2 Holidays er byrjuð að auglýsa helgarferðir til Íslands á næsta ári. Bæði er gert ráð fyrir ferðum í apríl og september 2021 og einnig í apríl 2022.

Alls verða þrjú flug í viku frá Manchester og Birmingham til Íslands en einnig 37 aðrar ferðir frá sjö flugvöllum víða um Bretland. Helgarferðirnar eru annaðhvort þriggja eða fjögurra nátta langar.

Helgarferðirnar eru auglýstar bæði sem borgarferðir og einnig sem norðurljósaferðir. 

„Við erum himinlifandi að geta tilkynnt nýjar skipulagðar ferðir til Íslands fyrir veturinn 21/22. Með skipulögðum ferðum frá Manchester og Birmingham auk 37 annarra ferða frá sjö flugvöllum okkar í Bretlandi geta sjálfstæðir ferðaráðgjafar boðið viðskiptavinum sínum upp á hentuga valmöguleika þegar kemur að ferðum til þessa einstaka áfangastaðar,“ sagði Steve Heapy, framkvæmdastjóri Jet2 Holidays í tilkynningu. 

mbl.is