Hræðilegasta lyfta í heimi?

Í Zhangjiajie-garðinum í Kína er að finna eina skelfilegustu lyftu í heimi. Lyftan sú er ekki fyrir þá lofthræddu en hún er utandyra og hífir farþega upp um rúmlega 300 metra á aðeins 88 sekúndum.  

Lyftan stoppar efst á háum kletti þaðan sem útsýnið er einstaklega fallegt. Umhverfið í Zhangjiajie-garðinum var innblástur fyrir kvikmyndina Avatar eftir James Cameron. 

Þeir sem ekki þora í lyftuna geta gengið upp á klettinn en gangan tekur um þrjá tíma og er nokkuð erfið. Um átta þúsund ferðamenn fara í lyftuna daglega um þessar mundir en ferðamennska í Kína er á uppleið eftir kórónuveiruna. Í venjulegu árferði fara um 14 þúsund manns í lyftuna daglega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert