Birgitta Líf skellti sér í þyrluflug

Birgitta Líf skellti sér í þyrluflug.
Birgitta Líf skellti sér í þyrluflug. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir sýndi frá því í gær þegar hún fór í þyrluflug. Birgitta tók sér stutta pásu frá samfélagsmiðlum nú í nóvember en er snúin aftur með krafti. 

Birgitta birti gullfallegar myndir af landinu okkar í vetrarbúningi. Hún var ekki sjálf við stýrið en hélt því leyndu með hverjum hún flaug. Þá tók hún ekki heldur fram hvar hún var í útsýnisflugi. mbl.is