66 dagar án sólar

Sólin er sest í Utqiagvik í Alaska.
Sólin er sest í Utqiagvik í Alaska. Ljósmynd/Unsplash/Deborah Schildt

Sólin hefur kvatt íbúa Utqiagvik í Alaska í Bandaríkjunum að sinni og mun ekki sjást þar aftur fyrr en 23. janúar næstkomandi. Utqiagvik er nyrsta borg Bandaríkjanna.

Síðasti sólardagurinn var á miðvikudaginn í síðustu viku, og skein hún í aðeins 23 mínútur áður en hún lagðist í dvala. Þegar sólin rís á ný í Utqiagvik verður nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, tekinn við embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert