Vetrarmynd fór á flug með versnandi spá

Ferðamenn við Hallgrímskirkju í janúar.
Ferðamenn við Hallgrímskirkju í janúar. Ljósmynd/Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son

Ljós­mynd­ar­inn Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son tók einstaka vetrarmynd af Hallgrímskirkju þann 9. janúar. Hann birti myndina á instagramsíðu sinni Icelandic Explor­er og í kjölfarið hafa vinsælar síður endurbirt mynd Gunnars. 

Mynd Gunnars sýnir ferðamenn reyna að njóta Reykjavíkur í brjáluðu veðri. 

„Veturinn er loksins kominn á Íslandi og allt er að verða hvítt. Það vekur upp minningar síðan síðasta vetur þegar ferðamenn fögnuðu enn láréttum snjóstormi,“ skrifaði Gunnar meðal annars og sagði að honum þætti skrítið að hugsa til þess hvað lífið hefði breyst mikið á þessum stutta tíma. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar síður sem myndin hefur birst á. 

View this post on Instagram

A post shared by EARTH FOCUS (@earthfocus)
mbl.is