Heillaðist af Íslandi og ákvað að flytja

Christina Raytsiz flutti til Íslands.
Christina Raytsiz flutti til Íslands. Ljósmynd/Stefán Ari Stefánsson
Christ ina Raytsiz, ljósmyndari og kvikmyndagerðarkona, heillaðist fyrst af Íslandi á tónleik um í heimalandi sínu Rússlandi. Íslensk tónlist er í miklum metum hjá henni en hún kom fyrst til Íslands árið 2014. Árið 2019 ákvað hún svo að flytja til landsins.

„Ég kom fyrst til Íslands fyrir sex árum og ástæðan var frekar skrítin – íslensk tónlist. Eiginlega allir aðrir ferðamenn komu til að skoða náttúruna en þá vissi ég ekkert um náttúrufegurð Íslands. Það eina sem mig langaði að gera var að sjá mína íslensku uppáhalds tónlistarmenn á sviði,“ seg ir Christina sem kom sem sjálf boðaliði á tónlist ar hátíðina Iceland Airwaves. Hún segir upplifunina ógleymanlega og fékk hún meðal annars að tala við tónlist ar menn á borð við Ólaf Arnalds, Axel Flóvent og Nönnu úr Of Monsters and Men.

Christina heimsótti Ísland alls fjórum sinn um áður en hún flutti til landsins. Tvisvar kom hún til þess að fara sérstaklega á Iceland Airwaves og tvisvar til þess að skoða landið. Í dag stundar hún nám í íslensku sem annað mál en fyrir er hún með gráðu í málvísind um með áherslu á ensku, þýsku og kínversku.

Náttúrufegurðin á Íslandi heillar.
Náttúrufegurðin á Íslandi heillar. Ljósmynd/Christina Raytsiz

Langaði alltaf aft­ur

„Eft­ir hverja heim­sókn til Íslands fór ég heim með þá til­finn­ingu að mig langaði að fara aft­ur. Ég féll líka fyr­ir tungu­mál­inu, það hljómaði und­ar­lega og var fal­legt, eins og ekk­ert tungu­mál sem ég kunni og mig langaði að læra það. Ég man að ég var al­veg heilluð í fyrsta skipti sem ég heyrði málið. Það var á tón­leik­um með ís­lensku hljóm­sveit­inni Árstíðum. Hljóm­sveit­in var tón­leika­ferðalagi í Rússlandi árið 2011 og ég keypti miða bara af því að hjóm­sveit­in var frá Íslandi. Það hljómaði svo fram­andi. Ég vissi ná­kvæm­lega ekk­ert um tón­list­ina þeirra né landið sjálft,“ seg­ir Christ­ina og bæt­ir við að tón­leik­arn­ir heppnuðust afar vel og tón­leika­gest­ir gátu ekki hætt að klappa í lok tón­leik­anna.

„Að lok­um ákvað ég að flytja til lands­ins árið 2019. Þegar ég flutti var ég ótrú­lega ham­ingju­söm og trúði því ekki lengi vel. Ég get ekki sagt að það hafi verið auðvelt, sér­stak­lega ekki í byrj­un. Ég þekkti varla neinn hérna og allt var svo öðru­vísi auk þess sem ég talaði þrjú tungu­mál dag­lega svo það tók mig lang­an tíma að aðlag­ast nýju lífi. Ég var einmana að vera svona langt í burtu frá fjöl­skyldu og vin­um og ís­lenska veðrið hjálpaði ekki,“ seg­ir Christ­ina. Hún er þakk­lát fólk­inu sem hjálpaði henni á erfiðum tím­um fyrsta árið henn­ar. Hún seg­ir fólkið vera ein­mitt eina af ástæðum þess að hún kom alltaf aft­ur og aft­ur.

Christ­ina stefndi aldrei á að taka bíl­próf fyrr en hún flutti til Íslands. Hún á enn eft­ir að taka bíl­prófið en þegar hún ger­ir það sér hún fram á að ferðast meira um landið.

Landmannalaugar.
Landmannalaugar. Ljósmynd/Christina Raytsiz

„Ég áttaði mig á að það er ótrú­lega erfitt að ferðast frá Reykja­vík þegar þú get­ur ekki ekið. Það er eins og næst­um því all­ir eigi bíl hér og stund­um líður mér eins og ég sé eina mann­eskja sem geng­ur. Ég er svo hepp­in að hafa ferðast um landið þökk sé vin­um sem hafa sýnt mér upp­á­haldsstaði sína.

Það er erfitt að velja einn upp­á­haldsstað á Íslandi, landið er svo fjöbreytt, en ef ég ætti að svara spurn­ing­unni þá verð ég að segja Land­manna­laug­ar. Staður­inn er klikkaður. Þetta var eins og að vera á ann­arri plán­etu og ég elska staði sem láta manni líða þannig. Ég var einnig mjög hrif­in þegar ég sá Detti­foss í fyrsta sinn í sum­ar og Mý­vatns­svæðið var einnig töfr­andi með hell­un­um, hraun­inu, eld­fjöll­um, gíg­um, jarðhita­svæðum. Mig lang­ar þangað aft­ur,“ seg­ir Christ­ina sem seg­ist einnig hafa séð fal­leg­asta sól­ar­lag sem hún hef­ur séð við Jök­uls­ár­lón. Hana lang­ar til að skoða há­lendið bet­ur og á al­veg eft­ir að skoða Vest­f­irði.

Jökulsárlón.
Jökulsárlón. Ljósmynd/Christina Raytsiz

Íslensk­ir hest­ar vöktu at­hygli BBC

Í Sankti Pét­urs­borg vann Christ­ina fyr­ir sér sem ljós­mynd­ari og sér­hæfði sig í að mynda fólk. Hún seg­ir erfitt að kom­ast inn á lít­inn markað á Íslandi. Í Rússlandi er al­gengt að fólk fari í mynda­töku í ljós­mynda­stúd­íó­um. Hún hef­ur tekið eft­ir því að hér og víða ann­ars staðar í Evr­ópu er það hins veg­ar óal­gengt. Kór­ónu­veir­an bætti ekki ástandið. Hún er þó með nokk­ur verk­efni og sér fram á bjart­ari tíma framund­an. Á næst­unni lang­ar hana að ein­beita sér í aukn­um mæli að kvik­mynda­gerð.

Christ­ina er dug­leg að taka mynd­ir og birt­ir meðal ann­ars á heimasíðu sinni og á In­sta­gram. Mynd sem hún tók af ís­lensk­um hest­um á ferð sinni um Ísland í sum­ar rataði á sam­fé­lags­miðla BBC eft­ir að hún merkti „BBC earth“ á mynd­ina. Í kjöl­farið end­ur­birtu enn fleiri síður mynd­ina á In­sta­gram. Mynd­in vakti svo góð viðbrögð að Christ­ina fékk skila­boð frá mörg­um sem sögðu henni að þetta töfr­andi augna­blik sem hún festi á filmu hefði hjálpað þeim að gleyma öllu því erfiða sem væri að ger­ast í heim­in­um í smá­stund. Hún seg­ir frá­bært að geta deilt feg­urð Íslands með fólki alls staðar að í heim­in­um.

Hestamynd Christinu hefur farið víða.
Hestamynd Christinu hefur farið víða. Ljósmynd/Christina Raytsiz

For­rétt­indi að vera á Íslandi

„Kór­ónu­veir­an hef­ur breytt öll­um mín­um ferðaplön­um og öll­um ferðum mín­um hef­ur verið af­lýst síðan í mars. Mér finnst ég vera í for­rétt­inda­stöðu að vera á Íslandi á þess­um erfiðu tím­um. Á meðan sum­ir vina minna voru fast­ir inni í íbúðum sín­um í stór­borg­um var ég að ferðast um Ísland í vor og sum­ar og leið eins og ég væri ör­ugg og frjáls,“ seg­ir Christ­ina.

Fyr­ir utan Ísland eru Portúgal og Sviss í miklu upp­á­haldi hjá Christ­inu. Hún bend­ir á að Sviss sé líkt Íslandi á þann hátt að þar er hreint vatn og loft. Hún seg­ir erfitt að lýsa feg­urð fjall­anna. Fanal-skóg­ur­inn er henni eft­ir­minni­leg­ur og göngu­leiðir í sviss­nesku Ölp­un­um frá­bær­ar.

Sviss er í uppáhaldi en landið á ýmislegt sameiginlegt með …
Sviss er í uppáhaldi en landið á ýmislegt sameiginlegt með Íslandi. Ljósmynd/Christina Raytsiz
Í Fanalskóginum.
Í Fanalskóginum. Ljósmynd/Cristiana Florea

Ef pen­ing­ar stæðu ekki í vegi fyr­ir því væri Christ­ina á ferðalagi allt árið. Hana lang­ar að koma á ýmsa staði og meðal ann­ars að skoða sig bet­ur um í Kirg­ist­an og Kasakst­an. Hún er sjálf fædd í Kasakst­an sem var þá hluti af Sov­ét­ríkj­un­um. Hún flutti hins veg­ar tveggja ára til Rúss­lands og man lítið eft­ir land­inu. „Ég myndi vilja sjá borg­ina sem ég er fædd í og ferðast um þessi tvö lönd og skoða nátt­úr­una,“ seg­ir Christ­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert