Byrjar nýja árið einhleypur í sólinni

Brad Pitt byrjaði nýja árið í frí á Turks- og …
Brad Pitt byrjaði nýja árið í frí á Turks- og Caicoseyjum. AFP

Stórleikarinn Brad Pitt byrjaði nýja árið vel í fríi á Turks- og Caicoseyjum í Karíbahafi. Leikarinn sást í köfun fyrir utan eyjarnar þar sem sást vel í öll húðflúrin hans, meðal annars þau sem fyrrverandi eiginkona hans, Angelina Jolie, hannaði fyrir hann. 

Pitt er ekki einsamall í fríinu en með honum í för er bassaleikari Red Hot Chili Peppers, Flea. 

Pitt fór inn í nýja árið einhleypur en á síðasta ári var hann sagður hafa verið í sambandi með fyrirsætunni Nicole Poturalski. Það slitnaði þó fljótt upp úr sambandinu en hún er gift þýska veitingastaðaeigandanum Roland Mary.

mbl.is