Vill hindra aðgengi ferðamanna að kannabis

Borgarstjóri Amsterdam vill takmarka aðgengi ferðamanna að kannabiskaffihúsum.
Borgarstjóri Amsterdam vill takmarka aðgengi ferðamanna að kannabiskaffihúsum. AFP

Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam í Hollandi, vill takmarka aðengi ferðamanna að kaffihúsum sem selja kannabis. Í nýrri tillögu sem lögregla og ríkissaksóknari í Amsterdam styðja leggur hún til að aðeins íbúar í Hollandi megi koma inn á staði sem selja kannabis. 

Borgarstjórinn telur að grundvöllur slíkra kaffihúsa byggist að stórum hluta á ferðamönnum í leit að kannabis, og að það laði að sér neytendur harðra fíkniefna og glæpi tengda þeim. 

Vonir standa til að með því að gera atlögu að skipulagðri glæpastarfstemi tengdri kannabismarkaðnum og flæði harðra fíkniefna geti borgin bætt ímynd sína. 

„Kannabismarkaðurinn er of stór og lifandi. Ég vil minnka hann og gera hann viðráðanlegan. Tillagan um að aðeins íbúar megi fara inn á kaffihúsin er langsótt en ég sé engan annan kost í stöðunni,“ sagði Halsema í tilkynningu til Bloomberg

„Amsterdam er alþjóðleg borg og okkur langar til að fólk heimsæki hana vegna þess að hún er mikilfangleg, falleg og menningarstofnun,“ sagði Halsema.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert