Til fimm landa á þremur vikum

Madonna ferðast eins og enginn sé morgundagurinn.
Madonna ferðast eins og enginn sé morgundagurinn. AFP

Söngkonan Madonna lætur ekki eins og það sé heimsfaraldur í gangi og hefur ferðast eins og enginn sé morgundagurinn. Hin 62 ára gamla stjarna fór í gott vetrarfrí til fimm landa á aðeins þremur vikum. 

Með Madonnu á ferðalaginu er kærasti hennar, hinn 26 ára gamli dansari Ahlamalik Williams, en börnin hennar eru einnig með í för. Madonna á sex börn en misjafnt er hversu mörg börn eru með henni. The Sun tók saman ferðalög fjölskyldunnar.

Söngkonan og fylgdarlið hennar flugu frá Los Angeles til Lundúna á aðfangadagskvöld. Hún dvaldi í Lundúnum í nokkra daga en í lok desember flugu þau til Malaví með viðkomu í Egyptalandi. Þau dvöldu í Malaví í heila viku þar sem þau hittu meðal forseta landsins, Lazarus Chakwera, og heimsóttu spítala sem söngkonan stofnaði. Á miðvikudaginn í síðustu viku héldu Madonna, kærastinn og börnin til Keníu í safaríferð þar sem þau munu vera ennþá.

Heimildarmaður segir að Madonna sjái til þess að allir fari í reglulega í sýnatöku til þess að sjá til þess að fjölskyldan sé ekki smituð. Talið er að söngkonan ferðist um á einkaþotu. Ljósmyndarinn Ricardo Gomes er talinn vera með fjölskyldunni í Afríku til þess að mynda ferðalagið. Sjálf hefur Madonna deilt myndum á instagramsíðu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

mbl.is