Stjörnurnar gerðu vel við sig um helgina

Áhrifavaldarnir skelltu sér út á land um helgina.
Áhrifavaldarnir skelltu sér út á land um helgina. Skjáskot/Instagram

Það var margt að gerast á samfélagsmiðlum um helgina en stjörnur þessa lands virtust hafa gert einstaklega vel við sig.

Sunneva Einarsdóttir, Birgtta Líf Björnsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Ástrós Traustadóttir og vinkonur fóru á Apótekið um helgina og gerðu vel við sig í mat og drykk. 

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego og eiginmaður hennar Frans Garðarsson hófu afmælisviku Sólrúnar með ferð á Suðurlandið þar sem þau gistu á Hótel Grímsborgum og nutu alls þess sem hótelið hefur upp á að bjóða.

Á Hótel Grímsborgum varð ekki þverfótað fyrir stjörnum en samkvæmt heimildum mbl.is dvöldu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og eiginkona hans Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir á hótelinu um helgina. Þar voru líka viðskiptamaðurinn Þorsteinn B. Friðriksson og kona hans Rós Kristjánsdóttir, en Geir Ólafsson hélt uppi stuðinu. 

Áhrifavaldurinn Binni Löve, crossfitstjarnan Edda Falak og fleiri góðir vinir þeirra skelltu sér norður í skíðaferð á Akureyri. Þau fóru meðal annars í Bjórböðin á Árskógsströnd og á skíði og bretti í Hlíðarfjalli. Þau dvöldu á Hótel KEA.mbl.is