Bandaríkjamenn horfa til Íslands eftir heimsfaraldur

Bandaríkjamenn eru áhugasamir um að heimsækja Ísland.
Bandaríkjamenn eru áhugasamir um að heimsækja Ísland. mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríkjamenn eru áhugasamir um að ferðast til Íslands eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Í nýrri könnun frá KOALA er Ísland í 10. sæti á lista yfir þau lönd sem Bandaríkjamenn leituðu oftast að á Google með tilliti til ferðalaga á síðustu sex mánuðum. 

Í fyrsta sæti er Púertó Ríkó en yfir 580 þúsund Bandaríkjamenn leituðu að landinu á síðustu sex mánuðum. Í öðru sæti er Mexíkó, því næst Maldíveyjar og í fjórða sæti Japan. Í því fimmta var Jamaíka. 

189 þúsund Bandaríkjamenn leituðu að Íslandi á síðustu sex mánuðum. Ísland stingur í stúf á listanum en þar er helst að finna eyjur á sólríkum hlýjum stöðum. 

  1. Púertó Ríkó
  2. Mexíkó
  3. Maldíveyjar
  4. Japan 
  5. Jamaíka
  6. Grikkland
  7. Arúba
  8. Kosta Ríka
  9. Bahama eyjar
  10. Ísland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert