Áhrifavaldi vísað úr landi vegna partístands

Rússneska áhrifavaldinum Sergey Kosenko var vísað úr landi í gær, …
Rússneska áhrifavaldinum Sergey Kosenko var vísað úr landi í gær, sunnudag. AFP

Rússneska áhrifavaldinum Sergei Kosenko var á dögunum vísað frá eyjunni Balí á Indónesíu fyrir að halda fjölmennt partí. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda braut Kosenko sóttvarnareglur með því að halda partíið.

Kosenko var sendur með flugi heim til Moskvu í gær, sunnudag, og má ekki koma aftur til Balí næstu sex mánuðina.

Fyrir aðeins nokkrum dögum var öðrum áhrifavaldi vísað brott frá Balí vegna þess að hún sagði eyjuna vinveitta hinsegin fólki. 

Kosenko er með um fimm milljónir fylgjenda á Instagram og komst í fjölmiðla í desember þegar hann braut sóttvarnareglur. Yfir 50 manns voru í samkvæminu sem hann hélt. 

Þá hafði Kosenko einnig brotið reglur um vegabréfsáritun, en hann var með ferðamannaávísun. Samkvæmt reglum um vegabréfsáritun ferðamanna mega þeir ekki vinna fyrir sér á Balí en það gerði Kosenko.

mbl.is