Guðlaug tilnefnd til verðlauna

Guðlaug er tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins.
Guðlaug er tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins. Ljósmynd/Facebook

Guðlaug, baðaðstaðan við Langasand á Akranesi, hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe-verðlauna Evrópusambandsins 2022. Það eru Basalt arkitektar sem hönnuðu og Mannvit sá um verkfræðihönnun. Mies van der Rohe-verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nútímaarkitektúr.

EU Prize for Contemporary Architecture  Mies van der Rohe Award-verðlaunin eru veitt fyrir arkitektúr sem sýnir fram á einstakt félagslegt, menningarlegt og tæknilegt samhengi.

Laugin er gjaldfrjáls og hentar sjósundsfólki frábærlega enda hefur hún verið gríðarlega vel sótt frá opnun, en um 30 þúsund gestir heimsóttu laugina á fyrsta árinu, eins og kemur fram á vef Mannvits. Verkefnið hlaut einnig umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert