Smáhýsi framtíð ferðamennskunnar

Vinsældir smáhýsa og húsa á hjólum hafa aukist mikið undanfarið árið í Tyrklandi. Mikil efnahagslægð er í Tyrklandi líkt og í öðrum löndum og ferðamennskan hefur liðið fyrir heimsfaraldurinn. 

Fjöldi fólks hefur minnkað við sig og séð tækifæri í því að lifa einfaldara lífi í heimsfaraldrinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vinsældir smáhýsa aukast en eftir efnahagshrunið árið 2008 jukust þau mjög svo að vinsældum í Bandaríkjunum. 

Smáhýsatískan ferðaðist svo yfir Atlantshafið og hefur verið að hreiðra um sig í Evrópu.

Arkitektinn Pelin Dustegor hannar slík smáhýsi og flestir hennar viðskiptavinir eru einmitt í ferðaþjónustu. Árið 2019 fengu þau undir 250 pöntunum. Árið 2020 fengu þau hins vegar 4.500 pantanir á mánuði. „Áhuginn er svakalegur,“ segir Dustegor. 

Tyrkland er vinsæll áfangastaður ferðamanna og þekkt fyrir sínar sólgylltu strendur og stóru hótel. Dustegor segir hins vegar að vísbendingar séu um að fólk kjósi nú frekar að eyða fríinu í smærri húsum, til dæmis í smáhýsunum sem hún hannar. 

Hún sér fram á að þetta verði áfram vinsælt í framtíðinni. „Fólk mun vilja dveljast í náttúrunni í fámennum hópum frekar en á 500 manna hóteli. Enginn vill bíða í röð eftir opnu hlaðborði.“

Sjálf býr Dustegor í smáhýsi við Marmarahaf, um 100 kílómetra frá Istanbúl. „Garðurinn minn er í rauninni stofan mín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert