Á slóðum heitustu þáttanna á Netflix

Bridgerton-húsið er safn í Lundúnum.
Bridgerton-húsið er safn í Lundúnum. Ljósmynd/Imdb

Þættirnir Bridgerton á Netflix eru afar vinsælir um þessar mundir en ferðamenn sem fara til Lundúna geta heimsótt aðalhús þáttanna, heimili Bridgerton-fjölskyldunnar. Húsið sjálft nefnist Ranger's House og er sögufrægt hús við Greenwich-garðinn í Lundúnum. 

Húsið hýsir nú Wernher-safnið en um er að ræða verðmætt listasafn sir Julius Wernhers sem fæddist á miðri 19. öld. Safn Wernhers þykir eitt merkilegasta einkasafn í Evrópu. Húsið sjálft var byggt árið 1722. 

Aðeins er þó notast við húsið að utanverðu. Að innanverðu var ákveðið að nota húsið RAF Halton sem hýsir skrifstofur flughers Bretlands í Buckinghamskíri á Englandi. mbl.is