Vilja frekar ferðast en að stunda kynlíf

Værir þú til í að skipa á ferðalagi og kynlífi?
Værir þú til í að skipa á ferðalagi og kynlífi? mbl.is/Thinkstockphoto

Fólk er orðið svo ferðaþyrst að margir myndu gefa upp maka, kynlíf eða vinnu til þess að komast í ferðalag í heimsfaraldrinum. Þetta er niðurstaða könnunar sem hótelleitarsíðan Trivago gerði á meðal notenda sinna. Tvö þúsund Bandaríkjamenn og Bretar tóku þátt í könnuninni. 

Fjórðungur var til í að gefa allan sparnaðinn sinn til þess að komast í ferðalag núna. 38 prósent Bandaríkjamanna og 40 prósent Breta sögðust myndu gefa upp kynlíf í heilt ár til þess að komast í ferðalag strax. Einn af hverjum fimm sagðist vera tilbúinn til þess að hætta með maka sínum til að komast í ferðalag. 48 prósent Bandaríkjamanna og 41 prósent Breta myndu hætta í vinnunni til þess að komast í ferðalag. 

Mögulegar fórnir sem fólk er tilbúið að færa fyrir ferðalög eru dæmi um hversu mikilvæg ferðalög eru þegar hamingja er annars vegar. Könnun Trivago sýnir einnig að draumaferðalög fólks hafa breyst á undanförnum misserum. Nú skipta ferðalög með fjölskyldu og vinum meira máli en áður. Margir sjá fyrir sér að ferðast meira þegar heimsfaraldrinum lýkur. Um 85 prósent segja að grunnurinn að góðu lífi sé ferðalög.

Hver væri ekki til í strönd núna.
Hver væri ekki til í strönd núna. AFP
mbl.is