Njóta lífsins við Byron Bay þrátt fyrir gagnrýni

Liam Hemsworth nýtur lífsins í Byron Bay.
Liam Hemsworth nýtur lífsins í Byron Bay. AFP

Leikarinn Liam Hemsworth virðist ekki láta gagnrýni heimamanna í Byron Bay á sig fá. Í vikunni skellti Hemsworth sér á ströndina við Byron Bay með kærustunni sinni Gabrielle Brooks. 

Með þeim í för voru hundurinn hans Dora og franskur bolabítur sem þau ættleiddu saman. Parið virtist skemmta sér vel á ströndinni með hundum.

Hemsworth og bróðir hans búa báðir í Byron Bay og eru heimamenn síður en svo sáttir við veru þeirra í bænum. Áhrif­in eru þau að fjöldi stjarna heim­sæk­ir fló­ann reglu­lega og fast­eigna­verð hef­ur hækkað mikið.

mbl.is