Áhrifavaldar skelltu sér á skíði í Tindastóli

Ástrós Traustadóttir, Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ástrós Traustadóttir …
Ástrós Traustadóttir, Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Ástrós Traustadóttir skelltu sér á skíði í Tindastóli. Samsett mynd

Áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Ástrós Traustadóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir og Ína María Norðfjörð skelltu sér norður á Sauðárkrók um helgina. 

Það var mikið fjör hjá stelpunum en þær skelltu sér á skíði í Tindastóli en á laugardagskvöldið héldu Emmsjé Gauti, Auðunn Blöndal og Steindi jr. uppi stuðinu á skíðasvæðinu. 

Vinkonuhópurinn brunaði norður á stórum bíl sem rúmaði þær allar en þær gistu á Hofsstöðum Country Hotel. Þá nutu þær alls þess sem Norðurlandið hefur upp á að bjóða, fóru að borða á Gránu Bistró, fengu sér kleinuhringi í Sauðárkróksbakaríi og skelltu sér í sund á Hofsósi.

mbl.is