Fóru í fyrsta fríið saman

Aaron Rodgers og Shailene Woodley.
Aaron Rodgers og Shailene Woodley. Samsett mynd

Hið nýtrúlofaða par, NFL-kappinn Aaron Rodgers og leikkonan Shailene Woodley, sást í fyrsta skipti saman á meðal almennings á flugvellinum í Costa Careyes í Mexíkó á dögunum. Parið fór um borð í einkaþotu á vellinum og flugu beint til Arkansas en þau höfðu eytt nokkrum dögum saman í sólinni í Mexíkó.

Parið hefur undanfarna mánuði búið í Montreal í Kanada þar sem Woodley hefur verið í tökum fyrir kvikmyndina Misanthrope. 

Parið trúlofaði sig snemma á þessu ári en fyrst kvisaðist út um trúlofun þeirra þegar hann tók við verðlaunum í NFL-deildinni og þakkaði unnustu sinni. Þá höfðu þau verið saman um nokkurra mánaða skeið. 

Daily Mail

mbl.is