Ekki lokað einn dag síðan faraldur hófst

Hótel Grímsborgir í Grímsnesi.
Hótel Grímsborgir í Grímsnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eigendur Hótel Grímsborga hafa ekki þurft að loka hótelinu einn einasta dag síðan heimsfaraldur kórónuveiru hófst í mars á síðasta ári og er reksturinn síðastliðið ár ekki í mínus.

„Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé eina hótelið sem hefur verið opið hvern einasta dag. Ég hef ekki lokað einn dag síðan þetta kom upp,“ segir Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótels Grímsborga

„Um helgar er mjög gott að gera. Að vísu er þetta mikið á tilboðum og náttúrlega 95% eða meira en það eru Íslendingar,“ segir Ólafur. Hann segir einnig að mjög margir komi til að halda upp á stórafmæli og brúðkaupsafmæli.

Hafist verður handa við byggingu tíu nýrra svíta á Hótel Grímsborgum í dag. Ólafur gerir ráð fyrir að verklok verði í lok árs og að hægt verði að bóka svíturnar í byrjun þess næsta.

Hótel Grímsborgir hlaut 5 stjörnur fyrir um einu og hálfu ári og var fyrsta hótel á Íslandi til að hljóta vottunina. Ólafur segir stækkunina vera lið í því að gera betur við gestina sem í takt við aukinn fjölda stjarna geri auknar kröfur um gæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert