Fóru í partíferð til Ibiza

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja kunna að skemmta sér.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja kunna að skemmta sér. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín hertogaynja, gengu í hjónaband fyrir tíu árum. Áður en fullorðinslífið tók við slettu þau stundum úr klaufunum og gerðu það meðal annars í partíferð til spænsku eyjunnar Ibiza árið 2006. 

Á Ibiza dvöldu þau á heimili móðurbróður Katrínar, Garys Goldsmiths. Goldsmith er duglegur að tala um systurdóttur sína og hefur nokkrum sinnum talað um ferð Katrínar og Vilhjálms til Ibiza að því er fram kemur á vef The Sun.

„Þau fóru í bátsferðir. Þau fóru á strandbari. Þau fengu Ibiza-stemninguna beint í æð og skemmtu sér mjög vel,“ sagði frændinn. Vilhjálmur er sagður hafa fengið kennslu hjá vini Goldsmiths í að þeyta skífum fyrir veislu eitt kvöldið. „Kóngurinn er í húsinu,“ ætlaði Vilhjálmur að segja þegar hann spilaði gott lag.

Ferðin til Ibiza árið 2006 á að hafa lukkast vel. Vilhjálmur er til að mynda sagður hafa hringt í eigendur skemmtistaðarins Pacha eftir skemmtilegt kvöld og þakkað fyrir sig.

Gary Goldsmith, frændi Katrínar hertogaynju, á hús á Ibiza en …
Gary Goldsmith, frændi Katrínar hertogaynju, á hús á Ibiza en þar fengu þau Katrín og Vilhjálmur að gista árið 2006. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert