Flugvallartískan í gegnum árin

Elton John var alltaf vel til hafður á flugvöllum.
Elton John var alltaf vel til hafður á flugvöllum. Skjáskot/Instagram

Jodi Peckman sem þekktust er fyrir að vera ritstjóri ljósmynda hjá Rolling Stone hefur gefið út bók með myndum sem sýna flugvallartísku og hvernig hún hefur þróast með árunum. Sú var tíðin að fólk klæddi sig upp á þegar það fór út á flugvöll. Í seinni tíð hefur klæðnaðurinn snúist meira um þægindi en útlit. Hver veit nema kórónuveirufaraldurinn hafi kennt fólki að fagna ferðalögum og það fari aftur að punta sig fyrir flugvöllinn. 

Peckman segir að tilviljun hafi ráðið myndefninu. „Þau voru bara þarna á flugvelli. Ég var ekki sérstaklega að leitast eftir að taka myndir á flugvöllum. Í raun þoli ég ekki að ferðast og er mjög flughrædd þannig að það er fyndið að ég skuli vera að gefa út svona bók,“ segir Peckman í viðtali við Vogue. 

„Það er alltaf heillandi að sjá fólk spígspora um flugvelli. Flestir vissu að verið var að taka mynd af þeim og mér finnst alltaf mjög áhugavert að sjá hvernig mynd þau vilja gefa af sér. Sumir gefa allt sitt og eru í sínu fínasta pússi. Í eldri myndunum virðast stjörnurnar vera spenntari fyrir myndatökum af sér. Dolly Parton gefur til dæmis mikið af sér og sparkar út í loftið. Aðrir vilja láta lítið fyrir sér fara,“ segir Peckman.

Dolly Parton lék á als oddi.
Dolly Parton lék á als oddi. Skjáskot/Instagram
Bók Jody Peckman heitir Come Fly With Me: Flying in …
Bók Jody Peckman heitir Come Fly With Me: Flying in Style. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert