Björn lenti í bobba

Björn rólegur á rafmagnsstaur.
Björn rólegur á rafmagnsstaur. Skjáskot/Facebook

Skógarbjörn komst í fréttirnar á dögunum í suðurhluta Arizona-ríkis í Bandaríkjunum þegar hann álpaðist upp á rafmagnsstaur á þjóðvegi nálægt bænum Tucson. Af einhverjum ókunnum ástæðum fannst bangsa ekki nóg að klifra upp einn rafmagnsstaur, því skömmu eftir að hann kom niður endurtók hann leikinn og klifraði upp annan rafmagnsstaur. 

Skógarbjörn í Arizona-ríki.
Skógarbjörn í Arizona-ríki. Skjáskot/Facebook

Þar sat hann áhyggjulaus og naut útsýnisins, líkt og hann væri að stunda núvitund og hafði engar áhyggjur af hættunum frá háspennulínunum í kringum sig.

Skömmu síðar fór hópur fólks að safnast saman í kringum rafmagnsstaurinn, þá rumskaði björninn og kyrrðarstundin á rafmagnsstaurnum var liðin. Þegar hann hóf að færa sig niður að bundna slitlagi þjóðvegarins, dreifðist úr hópnum og við það gat björninn haldið áleiðis á vit nýrra ævintýra í fjalllendi Arizona-ríkis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert