Hefur eignast góða vini í gegnum húsaskipti

Styrmir Bjartur Karlsson hefur búið á mörgum stöðum um heim …
Styrmir Bjartur Karlsson hefur búið á mörgum stöðum um heim allan. Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir

Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmdastjóri Croisette Real Estate Partner á Íslandi, er giftur Vilborgu Sigurþórsdóttur og á fjögur börn, þau Júlíu Dagbjörtu, Kristófer Lár, Lísu Maríu og Birtu Ísold. Það er nóg að gera hjá honum þessa dagana með alhliða ráðgjöf þegar kemur að húsnæði ásamt því að vera með löggilta fasteignasölu.

„Við aðstoðum erlend fyrirtæki og fagfjárfesta hérlendis með leigumál og fjárfestingar í fasteignum.“

Hvar býrðu núna?

„Ég bý á hæð á Kambsvegi 23 á Laugarásnum. Okkur fjölskyldunni líður með vel þar. Það er stutt í allt og vinnuna okkar beggja hjónanna. Eins kann ég að meta útsýni í allar áttir frá íbúðinni.“

Hvar hefur þú búið um ævina?

„Ég hef búið í Mílanó, London, New York við sumarstörf á menntaskólaárum og Stokkhólmi í Svíþjóð í yfir sex ár þar sem ég rak verslanir og ráðgjafarfyrirtæki í viðskiptaþróun.“

Hvað gerir hús að góðu heimili?

„Er það ekki það mikilvægasta að öllum líði vel og það sé góður andi í húsinu?

Samspil hönnunar og þæginda verður að eiga sér stað. Ég er á því að við megum ekki gleyma okkur í einhverju sem er fagurt en fórna öllu notagildi og þægindum.“

Styrmir bjó um tíma í New York.
Styrmir bjó um tíma í New York.

Hver er skrítnasti staður sem þú hefur búið á?

„Ég myndi segja að það sé íbúð sem ég bjó í um tíma í Hell´s Kitchen á Manhattan í New York. Þar bjó ég með fjórum öðrum strákum í lítilli íbúð.

Þar voru ávallt á sófa fyrir utan, rónar sem við gáfum alltaf smá mat og bjór inni á milli. Þeir pössuðu á móti húsið mjög vel. Við eyddum miklum tíma uppi á þakinu, en við þurftum að fara upp mjög hættulegan og ryðgaðan brunastiga frá íbúðinni til að njóta útsýnisins yfir hluta borgarinnar.“

En sá skemmtilegasti?

„Ég verð að segja húsið mitt í Eriksvik í úthverfi Stokkhólms. Þar er strönd og baðstaður við hliðina á raðhúsunum og bátabryggja fyrir neðan húsið.

Eriksvik er í Nacka sem er hluti af Skerjagarðinum sem er ótrúlegur og nauðsynlegt að vera með bát til afnota ef maður býr þar.“

Eriksvik er í úthverfi Stokkhólms.
Eriksvik er í úthverfi Stokkhólms.

Hvaða orðasamband lýsir stemningunni heima hjá þér?

„Heima er þar sem hjartað er. Við elskum að taka á móti gestum og erum frekar heimakær, þó svo að við ferðumst mjög mikið.

Eitt það besta við að ferðast mikið er tilfinningin að koma heim. Þá lærir maður að meta upp á nýtt heimili sitt. Ég hlakka til að fara að ferðast aftur þegar faraldurinn er búinn. Við erum mjög dugleg að skipta á heimilum við erlenda gesti í gegnum heimaskiptisíðu. Við höfum gert það í yfir sex ár og höfum fyrir vikið ferðast miklu meira og þá á persónulegri hátt. Við höfum kynnst frábæru fólki um allan heim vegna þessa og farið á staði sem við hefðum kannski ekki hugsað um að fara á og eru kannski fyrir utan hinar hefðbundnu slóðir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »