Flestir komnir í ferðagírinn

Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins.
Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins. Ljósmynd/Aðsend

Unnur Pálmarsdóttir, hóptímaþjálfari, mannauðsráðgjafi og fararstjóri hjá Úrval Útsýn segist finna fyrir því að fólk sé komið í ferðagírinn. Hún er fararstjóri í ferð fyrir 60+ til Kanarí næsta haust.

„Ég held að flestir hlakki til að komast í nýtt umhverfi. Sólin hefur líka svo góð áhrif á okkur, bæði andlegu og líkamlegu heilsuna, sama á hvaða aldri við erum,“ segir Unnur í samtali við mbl.is.

Í ferð Unnar verður áherslan lög á að rækta líkama og sál og einnnig að njóta líðandi stundar. „Ég legg áherslu á að hver og einn njóti líðandi stundar. Ég mun bjóða upp á góða hreyfingu, pilates og jóga, svo förum við í gönguferðir,“ segir Unnur. 

Gist verður á Eugenia Victoria hótelinu á Ensku ströndinni.
Gist verður á Eugenia Victoria hótelinu á Ensku ströndinni. Ljósmynd/Úrval Útsýn

„Það er gaman að segja frá því samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) er fólk miðaldra langt fram á áttræðisaldurinn. Þannig það er mjög mikilvægt að skipuleggja ferðirnar með það í huga, og reyna að höfða til hvers og eins,“ segir Unnur. 

Og Unnur á eflaust ekki í vanda með að skipuleggja dagskrá fyrir breiðan aldurshóp en hún hefur um árabil haldið utan um heilsuferðir fyrir fólk á öllum aldri til Kanarí. 

Ferðinni er heitið til Kanarí þar sem gist verður á Eugenia Victoria hótelinu sem er á Ensku ströndinni. Verslanir, veitingastaðir og barir eru í grenndinni og góður sundlaugagarður er við hótelið. 

„Þetta er örlítil heilsuferð,“ segir Unnur. „Kanarí er fullkomin eyja fyrir slíkar heilsuferðir því það er svo gott loftslag þar, það er gott veður þar allan ársins hring. Það er alltaf mikilvægt að styrkja ónæmiskerfið, vöðvana, liðleikann og jafnvægið sama á hvaða aldri við erum á,“ segir Unnur.  

Ferðin verður farin 29. október - 19. nóvember.

Unnur Pálmars hefur skipulagt fjölda heilsuferða til Kanarí.
Unnur Pálmars hefur skipulagt fjölda heilsuferða til Kanarí. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert