Nefnir barnið Lissabon ef hún getur barn í fríinu

Katie Price á fimm börn.
Katie Price á fimm börn. skjáskot/Instagram

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price fór í ferðalag til Portúgal á dögunum með unnusta sínum Carl Woods. Price hefur verið ófeimin við að greina frá því að þau langar í barn og var Portúgal tilvalinn staður til þess að reyna það. 

Price sem er 43 ára vonast til þess að geta barnið náttúrulega þó að hún óttist að hún geti það ekki. Hún var bjartsýn að barnið hefði komið undir í fríinu. „Hún hefur meira að segja grínast með að nefna barnið eitthvað eins og Lissabon eftir fríinu,“ sagði heimildarmaður breska miðilsins OK. 

Ekki er óalgengt að nefna börn eftir stöðum erlendis. Brooklyn Beckham, sonur Victoriu og Davids Beckhams, er dæmi um það. Beckham-hjónin voru þó ekki í fríi í Brooklyn í New York þegar hann var getinn. Victoriu fannst nafnið Brooke fallegt og var það hrein tilviljun að því fram kemur á vef People að hún var stödd í hverfinu fræga í New York þegar hún komst að því að hún væri ólétt. 

mbl.is