Feiknalegt fjör fram undan á Flateyri

Emmsjé Gauti verður á Vagninum um verslunarmannahelgina
Emmsjé Gauti verður á Vagninum um verslunarmannahelgina Skjáskot/YouTube

Í byrjun júní tók hið geysivinsæla reykvíska öldurhús Röntgen við rekstri veitingastaðarins Vagnsins á Flateyri. Mikil ánægja hefur ríkt við Önundarfjörð í kjölfar opnunarinnar og er óhætt að segja að það ríki mikil eftirvænting hjá Flateyringum fyrir sumrinu enda hafa stærstu nöfn íslenskrar tónlistar bókað komu sína eins og sjá má hér að neðan.

Von er á fleiri númerum á næstu dögum sem verður tilkynnt síðar.

16.6. Svavar Knútur

19.6. KK

23.6. Kristín Sesselja

25.6. Ragnheiður Gröndal

8.7. Lay Low

9.7. Hipsumhaps

10.7. Góss

15.7. Moses Hightower

16.7. Jógvan og Friðrik Ómar

17.7. Jón & Frikki Dór Jónssynir

Friðrik Dór og bróðir hans koma fram á Vagninum á …
Friðrik Dór og bróðir hans koma fram á Vagninum á Flateyri í sumar mbl.is/Ásdís

17.7 Hin einstaka DJ Dóra Júlía

22.7. Ylja

23.7. Jakob Birgis uppistand

24.7. Bjartar sveiflur

Verslunarmannahelgi

30.7. Verður tilkynnt síðar

31.7. Babies

1.8. Msjé Gauti

13.8 Mugison

Sviðið á Vagninum Flateyri
Sviðið á Vagninum Flateyri Skjáskot/Facebook
mbl.is