Orkan í náttúrunni er engu lík

Henry Fletcher leiðir fólk í gegnum það hvernig vinna má …
Henry Fletcher leiðir fólk í gegnum það hvernig vinna má söl úr sjónum.

Leiðsögumennirnir Henry Fletcher og Jay Simpson eru hæfileikaríkir og vel menntaðir í sínu fagi. Þeir vilja kynna Vestfirði sem gjöfulan stað með fallega orku, fersk ber og náttúru sem er engu lík í stað þess að tala um hraun, ís og elda við ferðamenn. 

Henry Fletcher og Jay Simpson eru þaulreyndir leiðsögumenn um óbyggðir og kynna nú herferð á Kickstarter til að fjármagna útgáfu verksins Að ganga og rata á Vestfjörðum – sem er skapandi leiðarvísir um Vestfirði í fjórum hlutum.

„Sögurnar, leiðirnar og ráðleggingar um göngur eru afrakstur reynslu okkar af göngum og leiðsögn, listasmiðjum og vinnu við náttúruvernd á Vestfjörðum síðasta áratuginn. Verkið er hápunktur þess ferlis og býður upp á framtíðarsýn fyrir ábyrg ferðalög og sjálfbæra þróun göngustíga á Vestfjörðum,“ segja þeir.

Báðir eru þeir sammála um að á Vestfjörðum sé einstök náttúra og orka sem er bæði flókin og einnig gjöful.

„Fólkið hér er mjög styðjandi og gestrisið við ferðamenn. Landið og strendurnar eru víðfeðmar og opnar og með mikinn sjarma. Þú getur upplifað ólíka hluti hér eftir því hvað þú ert til í að leggja á þig. Í gærkveldi sofnuðum við t.d. úti og vorum vakin um miðja nótt af hval sem andvarpaði í miðjum firðinum,“ segja þeir.

Henry Fletcher og Jay Simpson eru þaulreyndir leiðsögumenn.
Henry Fletcher og Jay Simpson eru þaulreyndir leiðsögumenn.

Hið hagnýta fléttað saman við töfrana

Í bókinni Að rata um Vestfirði er hið hagnýta listilega fléttað saman við töfrana.

„Hún er veisla fyrir augað og í henni leynist einnig mikill fróðleikur. Hún gefur vísbendingar um hvað það þýðir þegar staður nær taki á manni. Hún fékk okkur til að blístra og fara að hugsa um að leggja land undir fót í norðurátt.“

Hvaða staðir eru í uppáhaldi hjá ykkur?

„Þeir eru nokkrir. Hótel Breiðavík og svæðið þar í kring. Safnið á Hrafnseyri er einnig áhugavert en þar plöntuðum við 10.000 trjám ásamt fleiri sjálfboðaliðum árið 2017. Ingjaldssandur er einstakur fyrir þá sem vilja fara á sjóbretti eða skoða sauðfjárrækt svo ekki sé talað um ströndina í Skálavík.“

Það er fátt sem jafnast á við blómvönd úr íslenskri …
Það er fátt sem jafnast á við blómvönd úr íslenskri náttúru.

Nota plöntur til að kanna drauma

Hverskonar athafnir eru þið að bjóða upp á?

„Við höfum þróað nokkrar náttúrulegar leiðir til að tengja fólk betur vistfræðinni. Við notum plöntur til að kanna drauma, við söfnum villtum jurtum til að borða og drekka sem te, við segjum heilandi sögur og hjálpum fólki að hlusta á líkama sinn og hjarta.“

Þeir segja fjölmargar ljúffengar plöntur vaxa á Íslandi og að þang sé í uppáhaldi. „Hér er einnig hægt að bora ljúffengt grænmeti á vorin, ef þú veist hvar á að leita. Við útskýrum þetta vel í bókinni okkar. Svo má ekki gleyma berjunum og sveppunum sem hægt er að tína snemma á haustin. Þetta er ekki sú markaðssetning sem við sjáum vanalega frá Íslandi þar sem meiri áhersla er á hraun, eld og ís.“

Hvaða ráð eigið þið fyrir fólk sem kann ekki að leika sér í náttúrunni?

„Bara að slökkva á sér, sleppa tölvu og síma og slaka á í náttúrunni. Að ganga hægt um náttúruna og að sofa í náttúrunni með sólina á himni. Að teikna og skrifa í náttúrunni og hlusta hvað maður heyrir og fylgjast með öllu því sem er að gerast í umhverfinu. Það er drama og fegurð allt í kringum okkur í mismunandi stærðargráðu.“

Hvalabeinsathöfn í undirbúningi.
Hvalabeinsathöfn í undirbúningi. mbl.is/Henry Fletcher

Veturinn það fyndnasta við Ísland

Hvernig upplifið þið orkuna?

„Hún er villt. Það þarf kraft til að komast á milli staða en náttúran gefur til baka í sama mæli. Útsýnið er alltaf að breytast með veðrinu og mörg svæði þar sem þú getur verið út af fyrir þig. Við mannfólkið erum ekki þau sem stjórna hér, sem gerir staðinn spennandi. Þetta er gjöfull og spennandi staður sem var ein stærsta verslunarmiðstöð Íslendinga hér á árum áður.“

Hvað finnst ykkur það fyndnasta við Ísland?

„Það er veturinn. Maður getur ýmist hlegið að honum eða grátið og vindurinn sem gerir okkur ókleift að ganga utandyra stundum á veturna.“

Hvað er það dýrmætasta?

„Það er gnægð dýralífsins hér og rýmið og hversu styðjandi staðurinn er við listrænt fólk og ferski fiskurinn hér allt um kring.“

Það er mikilvægt að kunna að slaka á og leika …
Það er mikilvægt að kunna að slaka á og leika sér úti í náttúrunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert