Íhugar að fljúga aftur 13 árum eftir flugslys

Travis Barker íhugar að fara fljúga aftur.
Travis Barker íhugar að fara fljúga aftur. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Travis Barker íhugar nú að setjast aftur upp í flugvél, 13 árum eftir að hann lenti í slæmu flugslysi. 

„Ég gæti flogið aftur,“ skrifaði Barker á Twitter um helgina og hlaut í kjölfarið mikinn stuðning frá fylgjendum sínum. 

Barker var um borð í einkaþotunni Learjet hinn 19. september árið 2008 þegar hún brotlenti í Columbia í Suður-Karólínu. Sex voru um borð og létust fjórir þeirra, þar á meðal tveir vina hans, Chris Baker og Charles Still. 

Barker brenndist illa og lá í tvo mánuði á spítala þar sem hann fór í 16 aðgerðir. Vinur hans Adam Goldstein lifði slysið einnig af. Hann lést ári seinna úr ofskömmtun fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert