Vinsælt stjörnuhótel jafnað við jörðu

Coco Palms Resort var vinsæll áfangastaður stjarnanna um miðja 20. …
Coco Palms Resort var vinsæll áfangastaður stjarnanna um miðja 20. öldina. Wiki Commons

Coco Palms Resort-hótelið á Havaí í Bandaríkjunum verður jafnað við jörðu fljótlega en hótelið hefur staðið autt í tæplega 30 ár. Hótelið var áður aðalstjörnuhótelið á Havaí og sóttu meðal annars tónlistarmennirnir Elvis Presley og Frank Sinatra hótelið heim á sínum tíma. 

Coco Palms Resort opnaði fyrst árið 1953 og stuttlega eftir það varð það einn vinsælasti áfangastaður Hollywood-stjarnanna. Nokkrar kvikmyndir voru teknar það upp, þar á meðal rómantíska gamanmyndin Blue Hawaii. 

Árið 1992 skemmdist hótelið mikið í fellibylnum Iniki og hafa skemmdirnar ekki verið lagfærðar síðan. 

Byggingaverktakinn GreeneWaters LLC gerði samning við Coco Palms Hui LLC um uppbyggingu hótelsins árið 2016 en vegna fjármögnunarörðugleika varð ekkert af uppbyggingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert