Þetta eru bestu flugfélög heims árið 2021

Qatar Airways hlaut bestu einkunn AirlineRating.com.
Qatar Airways hlaut bestu einkunn AirlineRating.com. AFP

Qatar Airways er besta flugfélag heims árið 2021 að mati AirlineRatings.com. Flugfélagið stökk upp listann og hirti fyrsta sætið af Air New Zealand sem hefur vermt toppsætið undanfarin sex ár. 

Geoffrey Thomas, ritstjóri hjá Airline Ratings, sagði í samtali við CNN Travel að viðbrögð Qatar Airways hefðu verið úrslitaþátturinn í mati vefsins á flugfélögum. 

„Qatar Airways hefur alltaf náð hátt á lista okkar, unnið fjölda verðlauna eins og til dæmis fyrir besta viðskiptafarrýmið. Það sem fleytti þeim núna upp í fyrsta sætið var að þau flugu að mestu í gegnum heimsfaraldurinn, og dómararnir voru hrifnir af því,“ sagði Thomas. 

Airline Ratings gefur listann sinn vanalega út í nóvember áður en nýtt ár gengur í garð. Á síðasta ári slepptu þau að gefa út listann og ákváðu að bíða og fylgjast með starfsemi flugfélaga í heimsfaraldrinum. 

Hagnaður flugfélaga og hagnaður af hverri ferð er vanalega með inni í reikniformúlunni en vegna heimsfaraldursins var ákveðið að taka þær breytur ekki með þetta árið. „Við þurftum að sleppa því í ár af því flestöll flugfélög eru í taprekstri,“ sagði Thomas.

 1. Qatar Airways
 2. Air New Zealand
 3. Singapore Airlines
 4. Qantas
 5. Emirates
 6. Cathay Pacific
 7. Virgin Atlantic
 8. United Airlines
 9. EVA Air
 10. British Airways
 11. Lufthansa
 12. ANA
 13. Finnair
 14. Japan Air Lines
 15. KLM
 16. Hawaiian Airlines
 17. Alaska Airlines
 18. Virgin Australia
 19. Delta Air Lines
 20. Etihad Airways
mbl.is