Þrjár töfrandi ítalskar eyjar

Procida er litrík eyja við strendur Napólí.
Procida er litrík eyja við strendur Napólí. Unsplash.com/Erwin

Ítalía hefur lengi átt hug og hjörtu ferðamanna hvaðanæva að úr heiminum. Nú er tiltölulega einfalt að komast til Ítalíu þrátt fyrir heimsfaraldur en aðeins þarf að fylla út eitt eyðublað á netinu og sýna bólusetningavottorð við komu til landsins.

Þá er hægt að fljúga beint frá Íslandi til Mílanó, Napólí og Rómar. Það er ekki sjálfgefið að það sé svo mikið framboð af beinu flugi til Ítalíu og af því tilefni tók ferðavefur Mbl.is saman nokkrar af fallegustu eyjum Ítalíu sem fá hjartað til þess að slá hraðar.

1. Salina

Salina er falleg eyja rétt hjá Sikiley.
Salina er falleg eyja rétt hjá Sikiley. Unsplash.com/Tillie

Eyjan Salina er staðsett norður af Sikiley. Þar er upplagt að taka sundsprett í Pollara þar sem Il Postino var tekin upp. Þá er einnig hægt að fara í fjallgöngu upp í hlíðar forns eldfjalls Monte Fossa delle Felcielici þar sem virða má fyrir sér stórbrotið útsýni yfir nálægar eyjar.  

2. Ponza

Ponza er frábær eyja ekki langt frá ströndum Rómar.
Ponza er frábær eyja ekki langt frá ströndum Rómar. Unsplash.com/Jordan Nelson

Langt út á hafi á milli Rómar og Napólí leynist eyjan Ponza. Eyjan er þekkt fyrir fagurgrænan sjó og afslappað andrúmsloft. Þar er enginn skortur á pasta, fersku sjávarfangi og ís að ítölskum sið. Maður brennir síðan hitaeiningarnar með því að stinga sér til sunds í tærum sjónum. 

3. Procida

Procida er lítil en afar heillandi eyja rétt utan við …
Procida er lítil en afar heillandi eyja rétt utan við Napólí. Unsplash.com/Ruben

Við strendur Napólí leynast margar fallegar eyjar eins og til dæmis hin sívinsæla Capri og Ischia. Fæstir vita hins vegar af hinni agnarsmáu Procida en þar var til dæmis kvikmyndin The Talented Mr Ripley að hluta tekin upp. Ferðamennirnir eru fáir og maturinn ferskur. Auðveldast er að leigja sér hjól á meðan á dvölinni stendur og hjóla þar um þröngu göturnar. Til valið er að gista á La Suite Boutique Hotel og borða kvöldverð á La Pergola þar sem setið er undir sítrónutrjám.

mbl.is