Kot Bangsímons á Airbnb

Húsið er eins og húsið í Bangsímon.
Húsið er eins og húsið í Bangsímon. Ljósmynd/Airbnb

Hefur þig alltaf dreymt um að lifa lífinu eins og Bangsímon? Borða hunang, sofa og leika þér í Hundraðmetraskóginum með vinum þínum? Nú er tækifærið þar sem hægt er að leigja hús sem líkist húsinu úr sögunum um björninn á Airbnb

Húsið er staðsett í Ashdown-skóginum í Austur-Sussex á Englandi. Skógurinn er sagður hafa veitt teiknaranum E. H. Shepard innblástur og því hinn upprunalegi Hundraðmetraskógur. Teiknarinn Kim Raymond hefur teiknað Bangsímon í 30 ár og er hann gestgjafinn á Airbnb. Húsið er byggt á upprunalegu teikningunum og er byggt inn í tré. Rauð hurð er á húsinu, þegar inn er komið er að finna hunangskrukkur og svefnpláss fyrir fjóra. 

Það er nóg af hunangi í húsinu.
Það er nóg af hunangi í húsinu. Ljósmynd/Airbnb

Það er nóg að gera fyrir letibirni sem gista í kotinu en boðið er upp á göngutúr um skóginn og mat sem inniheldur hunang. Um einstakt tækifæri er að ræða segir gestgjafinn en aðeins er hægt að panta gistingu 24 eða 25 september. Opnað verður fyrir bókanir 20. september. 

Kojurnar eru ekki fyrir smákrakka.
Kojurnar eru ekki fyrir smákrakka. Ljósmynd/Airbnb
Skógurinn er fallegur.
Skógurinn er fallegur. Ljósmynd/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert