Harry og Meghan gerðu vel við sig á lúxushóteli

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu snúa aftur til Bandaríkjanna …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu snúa aftur til Bandaríkjanna hið fyrsta. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, skruppu til Flórída í síðustu viku. Hjónin gistu að sjálfsögðu á einu glæsilegasta hótelinu á svæðinu, Four Seasons-hótelinu á Palm Beach. 

Það sást til hjónanna á laugardaginn í sundlaugargarðinum að því fram kemur á vef Hello. Var Meghan klædd í ljósar buxur og svartan topp en Harry var í svörtum stuttermabol, síðbuxum og strigaskóm. 

Hjónin fóru ekki bara til Flórída til að slappa af á lúxushótelinu þar sem Harry tók þátt í góðgerðarpólóleik á föstudaginn. 

Hótelið Four Seasons Palm Beach er fimm stjörnu lúxushótel og eru svíturnar bara á færi þeirra allra ríkustu. Á hótelinu eru einstaklega fallegar sundlaugar og stór strönd sem aðeins gestir hótelsins hafa aðgang að. 

Svíturnar á hótelinu eru fallegar.
Svíturnar á hótelinu eru fallegar. Ljósmynd/Four Seasons Hotel Palm Beach
Sundlaugagarðurinn er glæsilegur.
Sundlaugagarðurinn er glæsilegur. Ljósmynd/Four Seasons Hotel Palm Beach
Stutt er niður á strönd.
Stutt er niður á strönd. Ljósmynd/Four Seasons Hotel Palm Beach
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert