Í rómantískri paraferð á Jamaíka

Stjörnuhjónin Justin og Hailey Bieber skelltu sér til Jamaíka á dögunum. Með í för var fyrirsætan Kendall Jenner og kærasti hennar, körfuboltastjarnan Devin Booker. Lífið lék við pörin sem voru dugleg að birta myndir úr paradísinni að því fram kemur á vef E!. 

Fyrirsætan Hailey Bieber var dugleg að birta myndir úr ferðinni á Instagram en birti þó aðeins eina mynd af sér með eiginmanni sínum. Hún birti ekki myndir af Jenner og Booker en glöggir aðdáendur stjarnanna sáu að þau voru stödd á sömu slóðum. 

Vinirnir nutu lífsins á sundfötunum og böðuðu sig í vatni. Það var þó ekki bara sól á Jamaíka hjá stjörnunum. Frú Bieber birti meðal annars mynd af sér í hellidembu í fríinu og greinilegt að það rignir ekki bara á Íslandi þessa dagana. 

mbl.is