Vara við „hefndarferðum“

Það getur verið gott að slaka á á Maldíveyjum en …
Það getur verið gott að slaka á á Maldíveyjum en afar kostnaðarsamt. Unsplash.com/Ishan

Bretar hafa verið duglegir að bóka sér ferðalög eftir afléttingar þar í landi vegna kórónuveirunnar. Margir segjast ætla að eyða meiri peningum í ferðalög nú en áður enda langeygir eftir góðu ferðalagi. Sérfræðingar vara við þessum svokölluðu „hefndarferðum“ og hvetja fólk til að sýna ráðvendni. 

Það er freistandi að gera vel við sig á ferðalögum eftir að hafa verið innlyksa í heimalandi sínu svo lengi. Fjárhagsráðgjafar vara þó við að þessi „hefndarferða-hugsunarháttur“ gæti verið varasamur fyrir þá sem þurfa að leggja til hliðar.

„Hefndarferð er þegar maður eyðir peningum til þess að bæta upp fyrir tapaðan tíma. Það er freistandi eftir samkomubann að fara á eyðslufyllerí, endurnýja fataskápinn og fara í dýr ferðalög. En ef síðustu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það að allir þurfa að eiga ákveðið öryggisnet ef eitthvað kemur upp á. Ekki falla í þá gryfju að eiga ekkert eftir,“ segir Jonny Sabinsky frá Thinkmoney. 

Thinkmoney ráðleggur fólki að gera lista yfir draumaferðalög þremur vikum áður en bókað er. Ef þrjár vikur eru liðnar og ferðalagið heillar enn þá má fara af stað að bóka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert