Tanja nýtur lífsins í Tyrklandi

Tanja Ýr nýtur lífsins í Tyrklandi um þessar mundir.
Tanja Ýr nýtur lífsins í Tyrklandi um þessar mundir.

Athafnkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur notið lífsins í Tyrklandi undanfarnar vikur. Tanja tók sér frí á samfélagsmiðlum í nokkrar vikur en er nú snúinn aftur. 

Tanja skellti sér til Manchester á Bretlandi í byrjun september og heimsótti höfuðborgina London einnig. Síðan fór hún til Tyrklands og hefur verið að njóta lífsins í 30 gráðum eins og hún segir sjálf í story á Instagram. 

Tanja segist enn fremur vera farin að hugsa sér til hreyfings í Tyrklandi og ætlar að fara ferðast um allt Tyrkland næstu daga. 

Fyrrverandi kærasti hennar, Egill Fannar Halldórsson, er einnig í Tyrklandi en þau virðast ekki vera á sama stað. Hann dvelur í bænum Kaas og hefur gert um nokkurra vikna skeið. 

mbl.is